38. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 13:16


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:16
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 14:19
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:16
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:16
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:16
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:16
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:16
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:16

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 14:32.
Guðrún Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 15:17.
Orri Páll Jóhannsson kom á fundinn kl. 14:48 í stað Jódísar Skúladóttur.
Óli Björn Kárason og Ásmundur Friðriksson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Fundargerðir 34. og 35. fundar samþykktar.

2) 645. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 13:18
Á fund nefndarinnar komu Hilmar Vilberg Gylfason og Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Nanna Elísa Jakobsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Halldór Oddson frá Alþýðusambandi Íslands, Sverrir B. Berndsen og Bryndís Axelsdóttir frá Vinnumálastofnun og Alda Karen Svavarsdóttir frá Útlendingastofnun sem ræddi við nefndina í gegnum fjarfundabúnað. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að óska eftir upplýsingum um starfshóp um atvinnuréttindi útlendinga.

3) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 14:42
Nefndin fjallaði um málið.

4) 823. mál - aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið.
Nefndin ákvað að flytja þingsályktunartillögu um aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, stjórnskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu.

5) 78. mál - almannatryggingar Kl. 15:24
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 15:27
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30